Greinar á Kvikmyndir.is

Nú hefur bæst við önnur nýjung hér á síðunni og það er dálkur sem sést hér við vinstri hönd og er merktur „Greinar.“

Hér verðum við með alls kyns pistla, viðtöl við frægt fólk (kemur bráðlega), topplista, nefnið það! Hins vegar, svo aðstandendur síðunnar séu ekki að hirða athyglina, þá bjóðum við upp á þann möguleika fyrir notendur að senda inn eigin greinar. Semsagt, ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur eitthvað áhugavert (og að sjálfsögðu kvikmyndatengt) til að skrifa um, þá er um að gera að senda það á okkur á Kvikmyndir@kvikmyndir.is. Við myndum síðan renna yfir viðkomandi grein og vonandi fer hún beint inn eftirá.

Ég mæli með að þið tékkið á þessu.