Mynd Alfonso Cuaron, Gravity, mun að öllum líkindum sigla yfir 500 milljón Bandaríkjadala markið hvað varðar tekjur á alheimsvísu, nú um helgina, en þar með er myndin orðin ein vinsælasta vísindaskáldsaga allra tíma, og vinsælasta mynd beggja aðalleikaranna Sandra Bullock og George Clooney.
Myndin, sem margir telja að sé líkleg til að vinna Óskarsverðlaun, hefur þénað 236 milljónir dala í Bandaríkjunum og 261 milljón dala utan Bandaríkjanna. Í síðasta mánuði varð myndin vinsælasta leikna októbermynd allra tíma.
Á undan Gravity var vinsælasta mynd Bullock, Speed, með 350,2 milljónir dala í tekjur, og vinsælasta mynd Clooney var Ocean´s Eleven með 450,6 milljónir dala í tekjur.