Glæsileg bíóveisla framundan!

Í heilar þrjár vikur ætlar Græna Ljósið að yfirtaka Regnbogann með sína
flottustu kvikmyndahátíð í langan tíma. Hún hefst 16. apríl.

Hér er aðeins brot af úrvalinu:

THE LIVING MATRIX

Hér eru afhjúpaðar nýstárlegar hugmyndir um þann flókna vef ólíkra þátta sem ákvarða heilsu okkar.

THE IMAGINARIUM OF DOCTOR PARNASSUS

Ferðaleikhús gefur áhorfendum sínum mun meira en þeir áttu von á. Terry Gilliam leikstýrir Heath Ledger í sinni síðustu mynd.

THE YOUNG VICTORIA

Vönduð mynd framleidd af Martin Scorsese um fyrstu ár Victoríu sem drottning en hún var krýnd 18 ára.



THE LAST STATION
Vönduð mynd með fjölda stórleikara um Leo Tolstoy og baráttu hans við
að finna jafnvægið milli frægðar og ríkidæmis annars vegar og andúðar
hans á efnisgæðum hins vegar.



THE MESSENGER

Kröftug
mynd um hermennina sem hafa það hlutverk að færa ættingjum fallinna
hermanna slæmu fréttirnar. Woody Harrelson var tilnefndur til Óskars.

FANTASTIC MR. FOX

Snillingurinn Wes Anderson kemur hér með stórskemmtilega brúðumynd sem var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.

UN PROPHÉTE

Ungur arabi er sendur í franskt fangelsi þar sem hann kemst fljótt til mikilla valda.

FOOD, INC.

Fróðleg heimildarmynd um matvæluvinnslu samtímans og áhrif hennar á líf okkar og heilsu.

MOON

Sam
Rockwell leikur Sam Bell, sem hefur verið aleinn og yfirgefinn á
geimstöð nokkurri í þrjú ár og það er farið að taka sinn toll.



CRAZY HEART

Jeff Bridges og Maggie Gyllenhaal fara á kostum í mynd sem hefur rakið til sín verðlaunum undanfarið.

BLACK DYNAMITE

Bráðfyndin mynd sem gerir grín að gömlu blaxploitation myndunum. Á sama tíma er hún sjálf ein slík.

Þið getið séð afganginn af úrvalinu hér.

Hvað ætlar þú að sjá??