Á föstudaginn næsta verður fyrsta stórmynd sumarsins frumsýnd, Iron Man 2. Myndin verður frumsýnd hér og í nokkrum evrópulöndum heilli viku á undan frumsýningu bandaríkjanna og verður hægt að sjá hana í langflestum kvikmyndahúsum landsins.
Þetta er mynd sem þarf nánast á engri kynningu að halda, enda bókað mál að flestir sem heimsækja þennan vef séu staðráðnir í því að sjá hana. Fyrri myndin var líka ein af langstærstu myndum ársins 2008. En ekki nóg með það heldur fékk hún alveg hörkugóða dóma. Hún er t.d. með 93% á RottenTomatoes.com.
Það sem ég ætla að gera núna er að bjóða notendum upp á þann möguleika að vinna sér inn tvo almenna miða á myndina.
Reglurnar eru nett einfaldar. Ég vil að þú sendir mér tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) og segir mér hverjar þrjár bestu Robert Downey Jr. myndirnar eru, að þínu mati. Ég dreg síðan handahófskennt úr „umsóknum.“
Vinningshafar fá sendan tölvupóst á föstudaginn í kringum hádegið (Og engar áhyggjur! Ég mun koma miðunum til ykkar fyrir kvöldið, svo menn geta farið á frumsýninguna).
Hérna fyrir neðan eru nokkrar klippur úr myndinni. Annars segi ég bara gangi ykkur vel og góða skemmtun.

