Gamanleikarinn Adam Sandler var í viðtal hjá Jimmy Kimmel á dögunum þar sem hann svaraði spurningu sem hefur legið á mörgum undanfarin ár.
Kimmel spurði hann einfaldlega hreint út hvort gamanmyndirnar sem hann gerði væru einungis afsökun til þess að ferðast og fara í launað frí. Sandler var ekki lengi að svara þessu játandi og bætti við að hann hafi gert þetta síðan gamanmyndin 51 First Dates var tekin upp á Hawaii. Leikarinn virðist því vera komin á góðan stað í bransanum og getur hann krafist þess að myndirnar séu teknar upp í þeim löndum sem hann kýs.
„50 First Dates var upprunalega skrifuð annarstaðar, ég spurði hvort við gætum tekið hana upp á Hawaii, hversu æðislegt væri það? Þeir svöruðu játandi og sögðu að þetta væri mjög listræn hugmynd. Ég hef gert þetta síðan“ sagði Sandler við Kimmel.
Sandler var hjá Kimmel til þess að kynna gamanmyndina Blended, en hún gerist einmitt í Afríku og skartar einnig Drew Barrymore í aðalhlutverki.
Hér að neðan má hluta úr viðtalinu við Sandler hjá Kimmel.