Sarah Michelle Gellar hefur ákveðið að hætta að leika í sjónvarpsþáttunum um vampírubanann Buffy eftir þetta tímabil, til þess að geta einbeitt sér að ferli sínum í kvikmyndum, og þá sérstaklega þessari næstu. Nefnist hún því skemmtilega nafni Romantic Comedy og fjallar um gaur, sem reynir að ná sér í gellu með því að nota öll bestu augnablikin úr rómantískum gamanmyndum. Það misheppnast herfilega hjá honum, með bráðfyndnum afleiðingum. Myndinni verður leikstýrt af Joel Gallen ( Not Another Teen Movie ) og tökur eiga að hefjast í ágúst eftir að Gellar lýkur vinnu við Scooby-Doo 2.

