Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Not Another Teen Movie 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. febrúar 2002

Forget Every Thing you Thought You Knew. Because this Christmas We're Changing ALL the Rules!

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Þegar hinn vinsæli Jake Wyler hættir með kærustunni, aðal klappstýrunni Priscilla, veðjar hann við vini sína um að hann geti umbreytt "ljótu stelpunni" Janey Briggs í drottningu skólaballsins. Eftir því sem hann eyðir meiri og meiri tíma með Janey, þá fer Jake að efast um hvort hann eigi að halda áfram með veðmálið eða ekki.

Aðalleikarar

Besta "movie" mynd sem ég hef séð
Að gera góða spoofmynd sem inniheldur orðið "movie" er mjög sjaldgæft og listinn yfir þær myndir sem ég hef gaman af er mjög stuttur. Scary Movie og Scary Movie 3 höfðu sín góðu atriði, en svo koma myndir á borð við Scary Movie 2 og 4, Superhero Movie og allt sem Jason Friedberg og Aaron Seltzer hafa gert. Not Another Teen Movie gerir tvennt sem nær allar hinar myndirnar gera ekki. Hún einblínir eingöngu á eina gerð af kvikmyndum (unglingamyndum, döh) í staðinn fyrir að koma með tilvísun í nýlega/þekkta mynd sem passar ekkert við það sem verið er að spoofa. Hitt er að hún er fyndin.

Það koma auðvitað fullt af ófyndnum atriðum eða skítahúmor (bókstaflega) en myndin virðist samt vera mjög meðvituð að hún sé ekkert annað en heimsk grínmynd, bæði í handritinu og frammistöðum leikaranna. Myndin gerir vel grín að formúlu miðskólamynda sem og karakteranna sem maður sér í þeim myndum. Það kemur líka fyrir atriði þegar fullorðinn kennari er að ræða við nemendur sína um að það núna þarf ekki eins mikinn metnað í húmorinn til að skemmta fólki rétt áður en hann fær marga lítra af skít yfir sig (ég glottaði yfir þessu atriði vegna kaldhæðinnar, ekki skítnum). Þetta atriði sýnir, fyrir mér, meðvitund myndarinnar að hún sé ekkert meira en haugur af aulahúmorum, sem geta virkað vel.

Flestir leikararnir virðast vera full meðvitaðir um hvernig myndin er og það er augljóst að þeir skemmtu sér vel að leika sýna týpu af klisjukennda miðskólanemandanum (og þær eru óendanlega margar). Eins og vanalega í sínum myndum er það Chris Evans sem stelur senunni, bæði með góðum “comedic timing” og hversu mikið hann nýtur sín.

Ólíkt öðrum movie myndum, þá kemur myndin með tílvísanir frá myndum sem komu ekki eingöngu út á síðustu árum. Það er gert grín að nýlegum myndum (á þeim tíma) eins og 10 Things I Hate About You, Never Been Kissed, She's All That og American Beauty en þar að auki eitthvað af unglingamyndum frá 9. áratugnum. Það er sumt af þessu þvingað, en sumt virkar líka.

Myndin veit nákvæmlega hvað hún er og það er það sem ég fíla mest við þessa mynd. Hún getur verið mjög fyndin og er þetta ein af mjög fáum movie myndum sem ég get alltaf hlakkað til að horfa á aftur.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er tóm steypa!! en mér finnst hún samt alger snilld...þaraðsegja ef maður hefur séð hinar myndirnar sem er verið að gera grín að, það eru tildæmis the breakfast club, she's all that, american pie myndirnar, cruel intentions, 10 things I hate about you, never been kissed og örugglega margar fleiri. Ef maður hefur ekki séð þessar myndir er þessi mynd ömurleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Djölfulsins ruglumynd er þetta. Það á að gera grín að unglinga myndum ekki að búa til nýja. Myndin hefði bara getað heitið Another teen movie. Myndin er eitt nafnorð. KJAFTÆÐI. Er örugglega að stæla Scary movie myndunum með að herma eftir. Myndin er bara rugl eftir rugl sem er í ca 75 til 90 min. Engir leikarar standa uppi nema Randy Quaid því að hann var eini sem hægt væri að hlæja að. Myndin er að strákar fara í veðmál um að finna ljótustu stelpuna í skólanum og breyta henni í fegurða dís. Þeir finna stúlku að nafni Tracy(held það) og er með glerugu og tagl(mjög ljótt þarna). Hún er eiginlega ekkert um neitt annað en þetta. Það er svo ófrægur leikhópur að það er ekki eðlilegt. Ég veit bara að Chris Evans er aðalgaurinn ekkert annað. Atriðið þegar þessir hálfvítar aftur en fara klifra inní þak og vilja sjá naktar stelpur, og svo eru nú nokkuð ágæt atriði sem eru bara voðalega fyndinn. Svo er gesta persónan sem er enginn annar enn Mr T(annars þekktur sem Cubber Lang í Rocky III). Ég trúði þessu ekki að hann mundi leika í þessari mynd. Hann ætti að skammast sín og lék nú bara í eina mínutu. Kannski er þetta bara bullumynd sem verður(er) fljót gleymd mynd. Ömurleg leikstjórn og Skelfilegt handrit. Hún fær stjörnurnar vegna þess að ég glotti við 4-5 atriðum og Randy Quaid bregst mér aldrei. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd en það hún kom mér pínulítið á óvart. Kannski afþví að hún var ekki jafn slöpp og Scary Movie. Ég tek tillit til þess að þessi mynd eigi að vera fáránleg og mikið rugl. Gert var grín af mörgum myndum og sumt var mjög findið og annað ekki. Stundum fór húmorinn útí öfga eins og við mátti búast, eins og í flestum svona kúk og piss húmors myndum. Tónlistin var annas mjög góð og fær hún plús fyrir það. Annas hef ég lítið meira að segja um þessa mynd nema að hún rétt sleppur með 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já já hér er mynd sem mér finnst nú flestir hér vera að lýsa á neikvæðan hátt en ég ætla að reyna að lýsa henni á jákvæðan hátt því það eina sem er næstum í þessum umfjöllunum er oj þetta er leiðinlegt en ég skal segja ykkur þið sem eru að lesa til að gá hvort þið eigið að taka hana hún er ekkert svo slæm ef þú ferð að pæla út í það að american pie fékk nú ekkert svo slæma móttökur hér en svo er gert grín af henni doldið og þá koma neikvæðu tónarnir en samt þessi mynd er fín þótt það sé nú gert grín af fleiri myndum en american pie. Þessi mynd fjallar eiginlega um unglinga sem eru í menntaskóla. Ein þeirra er aðalstelpan í skólanum og er líka aðal klappstýran en þá hættir hún með aðalstráknum í skólanum og veður hann þá við vini sína að hann ætli að láta óvinsælustu stelpuna í skólanum verða af sætri og fara með henni á skólaballið en hvernig þessi mynd verður verðið þið hin sem ekki hafið séð hana að sjá en þessi mynd er ekki svona einföld og ekki fyndin því á milli eru fín atriði sem fjalla líka um bróðir óvinsælu stúlkunar og vini hans en þeir taka sig vel út í þessari mynd en taktu hana ef þú hefur gaman af scary movie 1 eða 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn