Geggjuð Man of Steel stikla á undan Hobbit

Zack Snyder, leikstjóri Superman myndarinnar Man of Steel, sem væntanleg er næsta sumar, staðfesti í samtali við MTV sjónvarpsstöðina að stikla fyrir Man of Steel verði sýnd á undan sýningu Hobbitans, en myndin The Hobbit: An Unexpected Journey verður frumsýnd þann 14. desember nk.

„Ég get ekki beðið eftir að sjá „The Hobbit“, þannig að það verður gaman að sjá okkar geggjuðu Man of Steel stiklu, og horfa síðan á The Hobbit í framhaldinu, það verður frábært. Þetta verða jólin, og eitthvað sem fjölskyldan ætti öll að mæta saman á.“

Sjáið kitluna fyrir Man of Steel hér fyrir neðan:

Eins og við sögðum frá um daginn, þá  verður einnig sýnd stikla úr nýju Star Trek myndinni, Star Trek Into Darkness,  á undan Hobbitanum, þannig að gestir á sýningu Hobbitans eiga von á góðu!