Gefðu mér gott í skóinn

Leikstjórinn Terry Zwigoff, sem búinn er að skapa sér nafn fyrir að hafa leikstýrt heimildarmyndinni Crumb, sem vakti mikla athygli á sínum tíma, sem og nýjustu mynd hans sem heitir Ghost World og fengið hefur frábæra dóma, mun leikstýra myndinni Bad Santa. Joel og Ethan Coen munu framleiða myndina sem fjallar um tvo svikahrappa sem klæða sig eins og Jólasveinninn og álfurinn hans um jólin, til þess að ræna frá óviðbúnum fórnarlömbum. Í einni slíkri ránsferð, hitta þeir ungan dreng sem minnir þá á hinn eina sanna anda jólanna. Ef ekki væru allir þessir hæfileikamenn á bakvið, væri ástæða til kvíða með þennan söguþráð. Handritið er skrifað af John Requa og Glenn Ficarra ( Cats and Dogs ), og það eina sem vantar er John Goodman sem Jólasveininn. Hó, hó, hó.