Garry Shandling látinn

gary

Kvikmyndaleikarinn og grínistinn Garry Shandling er látinn, 66 ára að aldri.

Shandling er meðal annars þekktur fyrir að hafa verið áhrifavaldur grínista eins og Ricky Gervais, Jon Stewart, Judd Apatow og fleiri.

Shandling var líklega þekktastur fyrir þátttöku sína í spjallþætti Johnny Carson, The Tonight Show, en hann var þar reglulegur gestur. Hann stýrði einnig Garry Shandling Sow frá 1986 – 1990, en fyrir þáttinn fékk hann nokkrar Emmy verðlaunatilnefningar.

Næstu þættir hans, The Larry Sanders Show, urðu enn vinsælli, en hann fékk 18 Emmy tilnefningar fyrir þá þætti, og vann verðlaunin árið 1998.

Shandler lék í myndum eins og Captain America: Winter Soldier og Iron Man 2. Síðasta kvikmyndahlutverk Shandling var The Jungle Book, sem kemur í bíó nú í apríl.

Hann kom nýlega fram í þáttum Jerry Seinfeld Comedians in Cars Getting Coffee, nú í janúar sl.

Stikk: