Gamaldags Watchmen-tölvuleikur á netinu

Hin svokallaða Viral-markaðssetning Watchmen-myndarinnar heldur áfram og kemur sífellt á óvart með ýmsu skrautlegu.

Nú hefur verið gefinn út á netið svona 80s „Arcade“ leikur (sem nefnist „Minutemen„), nokkurn veginn í anda fyrstu Nintendo-tölvunnar. Þetta er gert vegna þess að myndin gerist á níunda áratugnum og má sjá að „framleiðsluárið“ á leiknum sé merkt árið 1977.

Þetta er einnig gert til að setja smá ljós á bakgrunn persónanna og almenna sögu myndarinnar. Kynntur er hluti af söguþræði myndarinnar á undan leiknum, en þrátt fyrir upplýsingarnar má hafa voða lúmskt gaman að þessu, og fyrir þá sem spiluðu Duck Hunt eða eldgamla Mario fyrir mörgum, mörgum árum síðan er þetta algjör nostalgíubomba.

Þið getið tékkað á þessum tölvuleik með því að fara inn á eftirfarandi síðu:

http://www.minutemenarcade.com/uk/