Það er sama sagan hér og í Bandaríkjunum. James Franco og félagar í Oz the Great and Powerful, eftir leikstjórann Sam Raimi, eru á toppi íslenska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð, en myndin fór beint á toppinn í síðustu viku.
Myndin er forsaga hinnar sígildu sögu um Galdrakarlinn í Oz. Þegar Oscar Diggs, sem er lítt þekktur sirkus töframaður með annarlegt siðgæði, er sviptur á brott frá Kansas og til landsins Oz, þá heldur hann að hann hafi dottið í lukkupottinn, eða þar til hann hittir þrjár nornir, Theodora, Evanora og Glinda, sem eru ekki vissar um að hann sé sá mikli töframaður sem allir hafa verið að bíða eftir. Oscar dregst nú óviljandi inn í gríðarleg vandamál sem steðja að Oz og íbúum þess, og Oscar þarf að finna út úr því hver er góður og hver er illur, áður en það verður um seinan. Hann þróast út í að verða hinn mikli Töframaður í Oz, en breytist einnig um leið í betri manneskju.
Í öðru sæti aðsóknarlistans er gamanmyndin með þeim Jason Bateman og Melissa McCarthy, Identity Thief, en myndin er búin að vera í öðru sæti núna tvær vikur í röð.
Í þriðja sæti, ný á lista, er myndin Dead Man Down eftir leikstjóra Millennium þríleiksins, Niels Arden Oplev, með þeim Colin Farrell og Noomi Rapace í aðalhlutverkum.
Í fimmta sæti er teiknimyndin um verurnar frá blá hnettinum, Escape from Planet Earth og fer niður um eitt sæti milli vikna. Í fimmta sæti er svo danska dramað Jagten, en hún fer einnig niður um eitt sæti.
Sjáðu lista 25 vinsælustu mynda á Íslandi hér fyrir neðan: