Gadot verður Wonder Woman í Batman Vs. Superman

Warner Bros kvikmyndafyrirtækið og leikstjórinn Zack Snyder hafa ráðið leikkonuna Gal Gadot í hlutverk Ofurkonunnar, eða Wonder Woman, í myndinnni sem gengur undir vinnuheitinu Batman Vs. Superman, þar sem þeir Batman, leikinn af Ben Affleck, og Superman, leikinn af Henry Cavill, munu leiða saman hesta sína.

gal gadot

Gadot hefur leikið í þremur Fast & Furious myndum, og sömuleiðis í myndunum Knight and Day og Date Night.

„Wonder Woman er án efa ein kraftmesta kvenpersóna allra tíma, og í uppáhaldi hjá aðdáendum DC teiknimyndasagnanna. Gal er ekki bara frábær leikkona heldur hefur hún líka töfrandi eiginleika sem gera hana fullkomna fyrir hlutverkið. Við hlökkum til að kynna hana fyrir áhorfendum í fyrstu myndinni sem þessi persóna kemur fyrir í,“ sagði Zack Snyder í yfirlýsingu.