Fyrstu myndirnar af Schwarzenegger í 'Terminator: Genesis'

Fyrstu myndirnar af Arnold Schwarzenegger í Terminator: Genesis litu dagsins ljós í dag, en hann lék aðalhlutverkið í upprunalegu þremur myndunum og snýr nú aftur sem Tortímandinn á ný. Lítið er vitað um handritið, fyrir utan það að tímaflakk verði hluti af söguþræðinum.

Á myndunum má sjá Schwarzenegger í sínu þekktasta hlutverki og við hlið hans standa Jai Courtney, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt sem sonur John McClane í fimmtu Die Hard-myndinni, og Emilia Clarke úr hinum sívinsælu þáttum, Game of Thrones, en hún fer með hlutverk Sarah Connor í myndinni.

tg

tg5 tg6

Tökur hófust í síðasta mánuði í New Orleans í Bandaríkjunum og munu standa yfir í fjóran og hálfan mánuð. Tökur verða einnig í San Francisco og í Los Angeles.

Alan Taylor, sem leikstýrt hefur Game of Thrones sjónvarpsþáttunum og Thor: The Dark World, leikstýrir myndinni.

Terminator: Genesis er áætluð í kvikmyndahús þann 1. júlí, 2015.