Fyrstu myndir úr Málmhaus

METALHEADNýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, er nú í eftirvinnslu og hafa nokkrir rammar úr myndinni litið dagsins ljós.

Ragnar leikstýrði myndinni og skrifaði handritið. Tökur fóru að mestu fram undir Eyjafjöllum og í nágrenni. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar er Mystery Ísland og meðframleiðandi er Hummelfilm frá Noregi. Framleiðendur eru Árni Filippusson, Davíð Óskar Ólafsson og Hreinn Beck.

Ragnar hefur áður gert myndir á borð við Börn, Foreldrar og Bjarnfreðason og er þekktur fyrir að blanda saman dramatík með glettum húmor.

Myndin segir söguna af þungarokksstelpunni Heru Karlsdóttir sem býr á sveitabænum Svarthamri. Hera er uppreisnagjarn, óþreyjufullur og miskilinn vandræðaunglingur á þrítugsaldri sem dreymir um hinn stóra heim og er sífellt á leiðinni í burtu en er föst á æskuslóðunum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra ramma úr Málmhaus.

MEtalhead7-thumb-1915x747-39538 MEtalhead8-thumb-1271x506-39539 MEtalhead9-thumb-1277x516-39540 Metalhead11-thumb-1355x614-39542 Metalhead6-thumb-1145x462-39537 Metalhead4-thumb-960x540-39536 Metalhead3-thumb-1280x525-39535 Metalhead2-thumb-1920x791-39534 MEtalhead1-thumb-1906x757-39533 MEtalhead12-thumb-1417x591-39543