Eins og ég hef áður sagt frá þá er leikarinn Ryan Reynolds að leika í eins og hálfs tíma einleik, bíómynd sem heitir Buried. Ryan sem leikur amerískan verktaka í Írak er tekinn ófrjálsri hendi og grafinn lifandi. Og mun myndin vera tekin upp að mestu leiti einungis í þessari kistu. Ég býst við því að þið viljið ekki fara á þessa mynd ef þið eruð með mikla innilokunarkennd.


