Þá er fyrstu lotu lokið í afmælisgetraun síðunnar. Búið er að senda á mail á alla sem að unnu tvo bíómiða í SAMbíóin.
Það bárust fjölmörg svör til okkar og við þökkum fyrir frábæra þátttöku.
Næsta lota fer af stað á morgun (fimmtudaginn).
Hér eru svörin:
1. Hver leikur George W. Bush í væntanlegri mynd Olivers Stone?
– Josh Brolin.
2. Hvaða þrjár íslenskar myndir eru tilnefndar til Eddunar 2008?
– Brúðguminn, Sveitabrúðkaup og Reykjavík-Rotterdam.
3. Hvað heitir nýjasta mynd Kevins Smith og hvað hefur undanfarið þótt mjög umdeilt við markaðssetningu þá myndar?
– Zack & Miri Make a Porno heitir myndin og það dugði að nefna annað hvort (eða bæði) deiluna með plakat myndarinnar eða það að margir fjölmiðlar neituðu að kynna mynd sem að bæri orðið „porno“ í titlinum.
Fylgist með áfram.

