Fyrstu Contraband-dómarnir dottnir inn

Það er erfitt að ímynda sér annað en að Baltasar okkar Kormákur sé upptrekktur af spenningi og kvíða gagnvart þessari helgi, því á morgun verður Contraband, myndin sem þarf ekki á neinni kynningu að halda, frumsýnd í Bandaríkjunum. Og það lítur út fyrir að fyrstu dómarnir séu farnir að týnast hægt og rólega inn.

Þegar þessi texti er skrifaður eru ekki rosalega margar umfjallanir komnar inn á gagnrýnendavefinn Rotten Tomatoes, en þeim fer klárlega fjölgandi því lengra sem líður nær frumsýningunni. Að svo stöddu eru fleiri jákvæðari dómar í garð myndarinnar heldur en neikvæðir (Variety og Entertainment Weekly gáfu henni allavega sína blessun, sem er ekki slæmt), en best er bara að vísa ykkur beint á umrædda síðu (smellið hér) svo þið getið skoðað sjálf.

Contraband er frumsýnd á Íslandi þann 20. janúar.