Fyrsti trailerinn fyrir næstu mynd leikstjórans Martin Scorsese er kominn í hús. Myndin ber nafnið Shutter Island og skartar leikurunum Leonardo DiCaprio, Jackie Earle Haley, Ben Kingsley, Emily Mortimer og Michelle Williams í aðalhlutverkum.
Óhætt er að segja að Shutter Island sé fyrsti ,,Óskarsverðlaunacontender“ ársins, en myndin kemur út í byrjun október á þessu ári. Trailerinn má sjá hér fyrir neðan:
Smelltu hér til að horfa á hann í trylltum HD gæðum á vefsíðu Apple
Jæja, hvað finnst ykkur svo ?

