Fyrsti íslenski dómurinn um Wall-E

Tommi Valgeirs er búinn að birta fyrsta íslenska dóminn um eina af stærri teiknimyndum þessa árs, WALL·E, en hún verður frumsýnd á Íslandi 30.júlí. Það er gríðarlega mikil spenna í mönnum fyrir þessa mynd, einkum vegna þess að óskarsverðlaunatal verður háværara með hverri mínútunni, sem verður að teljast magnað þar sem þetta er Pixar- teiknimynd.

Dómurinn fer vægast sagt fögrum orðum um myndinna og ber hann titilnafnið „Ég finn lykt af klassík“, sem segir það sem segja þarf. Tommi gefur henni 9 af 10 í einkunn.

Dóminn má lesa á undirsíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is (neðst)