Fyrsti dómurinn á Watchmen birtur

Þetta er ekki beinlínis opinber gagnrýni, en leikstjórinn góðkunnugi Kevin Smith talar um upplifun sína á myndinni Watchmen í blogginu sínu, og var hann vægast sagt ánægður með hana.

Smith var staddur á Comic-Con þegar Zack Snyder ákvað að bjóða honum að vera meðal fyrstu manna í heiminum til að sjá svokallaða „rough cut“ útgáfu (þ.e. nokkrar brellurnar voru ekki fullbúnar) af myndinni.

Smith var vissulega beðinn um að skrifa undir samning sem bannar honum að fara of ýtarlega út í myndina, en hann kom engu að síður með stutta rýni á blogginu sínu. Þið getið lesið það hér:



„And just so it’s not all about me and my shit… I saw „Watchmen.“ It’s f*cking astounding. The Non-Disclosure Agreement I signed prevents me from saying much, but I can spout the following with complete joygasmic enthusiasm: Snyder and Co. have pulled it off.

Remember that feeling of watching „Sin City“ on the big screen and being blown away by what a faithful translation of the source material it was, in terms of both content and visuals? Triple that, and you’ll come close to watching „Watchmen.“ Even Alan Moore might be surprised at how close the movie is to the book. March can’t come soon enough.



Mitt álit:
Kevin Smith heillast frekar auðveldlega að mínu mati, enda sagði hann á „An Evening with Kevin Smith 2“ DVD disknum að hann hafi fílað myndina Gigli ágætlega. Annars gæti eitthvað verið til í þessari skoðun. Spennan magnast. Ég er sammála seinustu linu Smiths.