Fyrir nokkrum dögum síðan fékk hópur í Los Angeles að vera meðal fyrstu manna í heimi til að horfa á lokaklippuna á Watchmen.
Einhverjir höfðu þegar horft á svokallaðar „rough cut“ útgáfur, þ.e. með ókláruðum tæknibrellum o.fl. Kevin Smith var m.a. einn þeirra.
Maður nokkur á LatinoReview.com skrifaði um myndina og hafði hann bara mjög jákvæða hluti að segja um hana.
Þetta er samt ekki heilstypt gagnrýni heldur frekar bara upptalning á því sem stóð upp úr og hvað aðdáendur bókarinnar verða hvað mest sáttir við.
Hann segir samt að myndin hafi almennt verið gríðarlega góð og að hörðustu aðdáendur ættu að sætta sig við það að myndin sé ekki mistök og að hún fari allar réttu leiðir.
Hér er brot af því sem hann hefur að segja:
„I have to say Snyder knocked this one out of the park. There is some gruesome, brutal stuff here that is hard to watch. The fight scenes are awesome, and, like in 300, Snyder continues the use of ramping the frame rate to accentuate the movements of the characters. I knew there was going to be some slo-mo, but I didn’t think he overdid it.“
„All in all, fans of the book are going to more than pleased with the film. For a book that was for years considered un-filmable, he certainly managed to hit almost every beat and did not compromise any of the material.“
Þið getið lesið dóminn hér.

