Fyrsta sýnishornið úr frumraun Gosling

Fyrsta sýnishornið úr Lost River (áður How To Catch a Monster) var opinberað í dag, en myndin er frum­raun Ryan Gosl­ing sem leikstjóra. Lost River er sögð fjalla um ein­stæða móður sem er rif­in inn í myrka und­ir­heima á meðan ung­lings­son­ur henn­ar upp­götv­ar veg sem leiðir hann að leyndri borg neðan­sjáv­ar.

lost-river

Gosling var hér á landi síðasta sumar ásamt kærustu sinni Evu Mendez. Ástæðan var sú að Gosling var að vinna með Valdísi Óskarsdóttur, en hún sá um að klippa myndina. Valdís hefur áður unnið við myndir á borð við Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Finding Forrester.

Myndin skartar meðal annars Christinu Hendricks í aðalhlutverki auk Saoirse Ronan og Eva Mendez. Matt Smith sem leikur í bresku þáttunum Doctor Who leikur einnig þýðingarmikið hlutverk í myndinni.

Hér að neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr Lost River.