Fyrsta stikla úr The Hunger Games: Catching Fire

the hunger gamesMargir bíða nú í ofvæni eftir mynd númer tvö af Hungurleikunum, eða The Hunger Games: Catching Fire, sem frumsýnd verður nú í haust.

Nú rétt í þessu var að koma út stikla fyrir myndina, en hún var frumsýnd á Comic-Con hátíðinni í San Diego.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin hefst eftir að Katniss Everdeen kemur heim til sín eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana ( Hunger Games ), ásamt félaga sínum Peeta Mellark. Sigur þýðir að þau verða núna að fara í sigurferð um landsvæðin ( districts ) og skilja vini sína og fjölskyldur eftir heima. Í ferðinni skynjar Katniss að uppreisn er í aðsigi, en The Capitol stendur samt traustum fótum og Snow forseti er að undirbúa 75. árlegu Hungurleikana ( The Quarter Quell ) – sem er keppni sem getur breytt landinu Panem til framtíðar.