Fyrsta stikla úr 47 Ronin

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Keanu Reeves, 47 Ronin, en í gær birtum við fjögur ný plaköt fyrir myndina, sem væntanleg er í bíó þann 25. desember nk. Hér er um íburðarmikla þvívíða austurlenska bardagamynd að ræða með tilheyrandi óvættum, skrímslum, samúræjastríðsmönnum og tálkvendum á hverju strái.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Leikstjóri 47 Ronin er Carl Rinsch og handrit skrifuðu þeir Chris Morgan og Hossein. Amini. Hiroyuki Sanada, Ko Shibasaki, Tadanobu Asano og Rinko Kikuchi úr Pacific Rim leika einnig í myndinni.

ronin 3

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Eftir að fláráður stríðsherra drepur meistara þeirra og gerir allan ættbálkinn brottrækan, þá heita 47 samúræjastríðsmenn því að leita hefnda og endurheimta heiður síns fólks. Hópurinn er rekinn frá heimili sínu og dreifist um allt landið, og þarf nú að leita hjálpar hjá Kai, sem leikinn er af Keanu Reeves – blendingi sem þeir höfnuðu á einhverjum tímapunkti  – og þurfa síðan að brjóta sér leið í gegnum erfiða veröld goðsögulegra skrímsla, norna sem breyta um lögun, og miklar hættur. Þegar þessi áður brottrekni þræll, Kai, verður þeirra hættulegasta vopn, þá mun hann breytast í hetju sem verður hópnum innblástur í leit þeirra að réttlæti.