Fyrsta myndin af setti Django Unchained, næstu mynd meistara Tarantinos, var að detta á netið. Sýnir hún Óskarsverðlaunahafann Christoph Waltz í gervi Dr. King Schultz, þýsks fyrrverandi tannlæknis sem starfar nú sem hausaveiðari. Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna á þrælahaldstímum. Ein mynd segir meira en þúsund orð:
Myndin hefur verið í tökum í nokkrar vikur, og þykir það í rauninni talsvert afrek að ekki hafi ljósmyndir af settinu lekið fyrr en núna. Myndin fjallar um Django (Jamie Fox), fyrrverandi þræl sem fer í henfdarför gegn fyrri eiganda sínum, Calvin Candie (Leonardo DiCaprio), með aðstoð Dr. King Schultz, þýsks hausaveiðara og fyrrverandi tannlæknis (Christoph Waltz). Samuel L. Jackson leikur Stephen, tryggan húsþræl Candies, og Kurt Russel verður Ace Woody, bardagaþjálfari í klúbbi Candies, Candyland. Myndin er sögð koma í bíó hér á klakanum í janúar 2013. Hér er svo mynd af Tarantino við tökur sem náðist við sama tækifæri:
Einhver sem býður ekki iðandi í skinninu?