Frumsýning: The Hangover Part III

Sambíóin frumsýna gamanmyndina The Hangover Part III á miðvikudaginn næsta, þann 29. maí. „Leikstjórinn Todd Phillips mætir til leiks á ný ásamt hinu Hangover genginu með þriðju og síðustu myndina um mennina sem virðast ekki geta gert neitt rétt,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

the hangover 3

„Það hefur sjálfsagt fáum dottið í hug að myndin Hangover, sem var gerð árið 2009 fyrir 35 milljónir dollara, myndi slá svo í gegn sem raun varð, en hún halaði inn tæplega 280 milljónir dollara í bandarískum kvikmyndahúsum og 470 milljónir á heimsvísu. Það lá því beinast við að gera aðra mynd enda ljóst að áhorfendur hefðu ekki fengið sig fullsadda af ævintýrum félaganna misheppnuðu og ekki varð árangurinn lakari í það sinn því Hangover 2, sem kostaði 80 milljónir dollara í framleiðslu, tók inn 582 milljónir dollara á heimsvísu. Og nú er sem sagt komið að þriðju myndinni, Hangover 3, sem hermt er að verði örugglega sú síðasta í seríunni.“

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þessa leið: Aumingja Alan er algjörlega miður sín eftir að faðir hans deyr og á sérlega erfitt með að höndla tilveruna. Við þetta geta hvorki félagar hans né fjölskylda sætt sig og því grípa þau til þess bragðs að bjóða kallgreyinu upp á dvöl í sannkallaðri sumarparadís þar sem hann ætti að geta slakað á og jafnvel fundið hamingjuna.

hangover plakatSvo fer að þeir Phil og Stu ákveða að skutlast með Alan, harðákveðnir í að lenda nú ekki í neinu misjöfnu eins og þeirra hefur verið von og vísa hingað til. En það fer að sjálfsögðu öðruvísi en til stóð …

Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Melissa McCarthy, Zach Galifianakis, Ed Helms, Ken Jeong, Heather Graham og John Goodman

Leikstjórn: Todd Phillips

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Laugarásbíó,
Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi og Króksbíó Sauðárkróki

Aldurstakmark: 12 ára