Frumsýning: Philomena

philomenaMyndform frumsýnir bíómyndina Philomena á föstudaginn næsta, þann 1. nóvember í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. „Judy Dench og Steve Coogan fara á kostum í nýjustu mynd leikstjórans Stephen Frears sem gerði meðal annars verðlaunamyndina The Queen,“ segir í tilkynningu frá Myndformi.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Philomena Lee (Judy Dench) verður ólétt á unglingsárum sínum á Írlandi árið 1952 og er send til klausturs sem „fallin kona.“ Sonur hennar er tekinn frá henni þegar hann er ennþá ungabarn og er sendur til Bandaríkjanna til ættleiðingar. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena að honum, en án árangurs.

En svo kynnist hún Martin Sixsmith (Steve Coogan), lífsþreyttum og tortryggnum blaðamanni, og í sameiningu leggja þau upp í ferðalag til Bandaríkjanna til að hafa uppi á týnda syni Philomenu. Á ferðalaginu mynda þau sterk bönd og úr verður óvænt samband sem er í senn hjartnæmt og fyndið.

Aðalhlutverk: Steve Coogan, Judi Dench, Michelle Fairley, Mare Winningham, Anna Maxwell Martin, Simone Lahbib og Charles Edwards

Leikstjórn: Stephen Frears

Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri

Aldursmerking: Leyfð

Fróðleiksmolar til gamans:

Handrit myndarinnar er skrifað af Steve Coogan sjálfum ásamt Jeff Pope, en það er byggt á bókinni The Lost Child of Philomena Lee eftir Martin Sixsmith sem kom út árið 2009. Steve Coogan leikur einmitt þennan sama Martin í myndinni.