Frumsýning: Ender´s Game

Sambíóin frumsýna vísindaskáldsöguna Ender´s Game á föstudaginn næsta, þann 15. nóvember í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.

enders-game-3

„Það er óhætt að mæla með Ender’s Game enda er hún byggð á einni virtustu/vinsælustu vísindaskáldsögu allra tíma og er bókin m.a. kennd í nokkrum menntaskólum hérlendis,“ segir í tilkynningu Sambíóanna.

Eftir að hafa háð tvö dýrkeypt varnarstríð við ófrýnilegar geimverur
sem kallast „pöddur“ undirbýr maðurinn nú viðbrögð við þriðju innrásinni.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Ender’s Game er ævintýra- og vísindaskáldsaga sem byggð er á samnefndri metsölu- og verðlaunabók rithöfundarins Orsons Scott Card. Með aðalhlutverkin fara þau Asa Butterfield, Harrison Ford, Ben Kingsley, Abigail Breslin og Viola Davis en leikstjóri er Gavin Hood sem gerði m.a. myndirnar Tsotsi og X-Men Origins: Wolverine.

enders_game_ver16Ender Wiggin er ungur drengur, gæddur óvenjulegum hæfileikum sem
yfirmenn heraflans vilja að hann nýti til að hjálpa til í baráttunni við pöddurnar. 70 ár eru liðin frá síðasta stríði sem gerði næstum því út af við mannkynið og til að undirbúa bardagafólk sitt sem best undir þriðju
innrásina hefur risastórri herþjálfunarstöð verið komið fyrir í geimnum
þar sem tilvonandi foringjar eru æfðir undir átökin með því að etja kappi
hver við annan.

Einn þeirra er Ender sem þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu virðist
gæddur óvenjumiklu og djúpu innsæi þegar geimbardagar eru annars
vegar og grípur til ráða sem enginn annar hefði getað látið sér detta í hug
að framkvæma. En hefur hann það sem til þarf þegar alvaran blasir við?

Aðalhlutverk: Asa Butterfield, Harrison Ford, Ben Kingsley, Abigail Breslin, Viola Davis, Hailee Steinfeld og Moises Arias

Leikstjórn: Gavin Hood

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlan, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi.

Aldurstakmark: 10 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Bókin sem myndin er byggð á þykir á meðal bestu vísindaskáldsagna sem skrifaðar hafa verið. Í framhaldi af henni skrifaði Orson Scott Card fleiri bækur um Ender Wiggin og má búast við að þær verði einnig kvikmyndaðar.

• Skoðið stórgóða heimasíðu myndarinnar á www.if-sentinel.com