Aðalleikarar teiknimyndarinnar Frozen II, sem frumsýnd verður á Íslandi 22. nóvember nk. , komu í spjallþáttinn Jimmy Kimmel Live! í gær, og ræddu þar um myndina, sem er í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee.
Þetta voru þau Kristen Bell, Josh Gad, Jonathan Gross og Idina Menzel.
Farið hefur verið með söguþráð myndarinnar eins og hernaðarleyndarmál, en í þættinum uppljóstruðu leikararnir samt sem áður að þau hefðu sagt börnum sínum frá myndinni.
„Ég sagði börnunum mínum allt,“ sagði Bell. „
„Þegar ég las handritið fyrir tveimur og hálfu ári eða þremur árum síðan þá kom ég heim og sagði; „Ok. svona er þetta.“ Og svo sagði ég þeim allt hvað gerðist í kvikmyndinni, en bætti við að þetta yrði að vera leyndarmál. En svo rann upp fyrir mér að börn eru ekki þau bestu í heimi til að þegja yfir leyndarmáli, þannig að ég var þarna kannski að svindla á samningi mínum.“
Bell bætti við að núna væru aðeins tvær vikur af stressi eftir hjá henni vegna þessa.
Þegar Kimmel sagði að það hafi ekki verið góð hugmynd hjá henni að segja krökkunum frá, þá sagði hún; „Ég þráði að fá viðurkenningu frá þeim, heyra þau segja Vá! Er þetta að fara að gerast.“
Gad sagðist hafa gert nákvæmlega það sama, en hafi svo hugsað með sér, „bíddu, ég held ég hafi skrifað undir einhvern trúnaðarsamning hjá Disney sem bannaði mér að segja frá myndinni.“
Gad ítrekaði seins og Bell, fyrir börnunum að þegja yfir því sem þau vissu.