Frönsk kvikmyndahátíð hefst á föstudaginn

Græna ljósið og Alliance Francaise í samstarfi við sendiráð Kanada og Belgíu halda franska kvikmyndahatíð í Háskólabíói.

Frumsýndar verða 10 myndir á frönsku frá Frakklandi, Belgíu og Kanada.

Opnunarmyndin er Skólabekkurinn (The Class), sem sigraði Gullpálmann á Cannes, og meðal annarra mynda má nefna Refurinn og Barnið eftir Luc Jacquet, leikstjóra March of the Penguins, sem mun verða sérstakur heiðursgestur hátiðarinnar.

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um allar myndirnar 10. Einnig má nálgast plaköt, trailera, söguþræði og nánari upplýsingar um myndirnar hér á Kvikmyndir.is.

Miðasala fer fram á midi.is