Fréttir

Liu leikur Chan í nútíma útgáfu


Leikkonan Lucy Liu ( Charlie’s Angels ) mun taka að sér aðalhlutverkið í nútíma útfærslu á gömlu Charlie Chan myndunum um kínverska snillinginn og spæjarann samnefnda. Í þessari nýju mynd, sem Liu með-framleiðir ásamt ekki ófrægari manni en John Woo, leikur hún barnabarn spæjarans goðsagnakennda sem sjálf kann eitt eða…

Leikkonan Lucy Liu ( Charlie's Angels ) mun taka að sér aðalhlutverkið í nútíma útfærslu á gömlu Charlie Chan myndunum um kínverska snillinginn og spæjarann samnefnda. Í þessari nýju mynd, sem Liu með-framleiðir ásamt ekki ófrægari manni en John Woo, leikur hún barnabarn spæjarans goðsagnakennda sem sjálf kann eitt eða… Lesa meira

Endurgerð á Stepford eiginkonunum


Leynisnilldin The Stepford Wives hefur nú lent í klónum á endurgerðarvél Hollywood. Yoda sjálfur, leikstjórinn Frank Oz, ætlar að leikstýra endurgerðinni og er búinn að fá handritshöfundinn Paul Rudnick ( In & Out ) til þess að skrifa handritið að myndinni. Sagan sjálf, byggð á samnefndri skáldsögu, fjallar um það…

Leynisnilldin The Stepford Wives hefur nú lent í klónum á endurgerðarvél Hollywood. Yoda sjálfur, leikstjórinn Frank Oz, ætlar að leikstýra endurgerðinni og er búinn að fá handritshöfundinn Paul Rudnick ( In & Out ) til þess að skrifa handritið að myndinni. Sagan sjálf, byggð á samnefndri skáldsögu, fjallar um það… Lesa meira

De Bont leikstýrir Tomb Raider 2


Það er næstum öruggt að leikstjórinn Jan De Bont muni leikstýra Tomb Raider 2. Samningar við hann og Angelina Jolie eru alveg við það að vera undirritaðir, og myndu tökur á myndinni hefjast í haust. De Bont var eitt sinn einn heitasti leikstjórinn í Hollywood, eftir smelli eins og Speed…

Það er næstum öruggt að leikstjórinn Jan De Bont muni leikstýra Tomb Raider 2. Samningar við hann og Angelina Jolie eru alveg við það að vera undirritaðir, og myndu tökur á myndinni hefjast í haust. De Bont var eitt sinn einn heitasti leikstjórinn í Hollywood, eftir smelli eins og Speed… Lesa meira

Meira um Runaway Jury


Runaway Jury, nýjasta myndin sem gerð er eftir skáldsögu eftir John Grisham, hefur bæði bætt við sig og tapað mannskap. Naomi Watts, sem átti svo eftirminnilegan stórleik í nýjustu kvikmynd snillingsins David Lynch, Mulholland Drive, hætti skyndilega við að leika aðalkvenhlutverkið í myndinni. Hins vegar eru stórleikararnir goðsagnakenndu, þeir félagar…

Runaway Jury, nýjasta myndin sem gerð er eftir skáldsögu eftir John Grisham, hefur bæði bætt við sig og tapað mannskap. Naomi Watts, sem átti svo eftirminnilegan stórleik í nýjustu kvikmynd snillingsins David Lynch, Mulholland Drive, hætti skyndilega við að leika aðalkvenhlutverkið í myndinni. Hins vegar eru stórleikararnir goðsagnakenndu, þeir félagar… Lesa meira

Jennifer Lopez og Will Smith


Ali sjálfur, Will Smith, og gyðjan rassmikla Jennifer Lopez, eiga í viðræðum um að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Last First Kiss. Er það rómantísk gamanmynd sem fjallar um blaðakonuna Lopez sem er að gera frétt um Stefnumótalækninn Smith, en hann heldur því fram að hann geti fundið fullkominn maka fyrir…

Ali sjálfur, Will Smith, og gyðjan rassmikla Jennifer Lopez, eiga í viðræðum um að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Last First Kiss. Er það rómantísk gamanmynd sem fjallar um blaðakonuna Lopez sem er að gera frétt um Stefnumótalækninn Smith, en hann heldur því fram að hann geti fundið fullkominn maka fyrir… Lesa meira

Stiller og Black eru öfundsjúkir


Tveir frábærir gamanleikarar, þeir Ben Stiller og Jack Black, munu deila með sér tíma á hvíta tjaldinu í gamanmyndinni Envy. Barry Levinson ( Wag the Dog ) mun leikstýra myndinni, sem fjallar um það hvernig öfundsýki og baktjaldamakk myndast á milli tveggja bestu vina þegar annar þeirra eignast skyndilega gríðarlegar…

Tveir frábærir gamanleikarar, þeir Ben Stiller og Jack Black, munu deila með sér tíma á hvíta tjaldinu í gamanmyndinni Envy. Barry Levinson ( Wag the Dog ) mun leikstýra myndinni, sem fjallar um það hvernig öfundsýki og baktjaldamakk myndast á milli tveggja bestu vina þegar annar þeirra eignast skyndilega gríðarlegar… Lesa meira

Spider-Man heldur áfram að setja met


Spider-Man heldur áfram að setja aðsóknarmet í Bandaríkjunum. Áætlað er að hún hafi halað inn 72 milljónir dollara um helgina, sem þýðir að hún hafi aðeins dalað um 37% frá því um seinustu helgi þegar hún tók inn rétt tæpar 115 milljónir dollara. Algengast er að stórmyndir af þessari gráðu…

Spider-Man heldur áfram að setja aðsóknarmet í Bandaríkjunum. Áætlað er að hún hafi halað inn 72 milljónir dollara um helgina, sem þýðir að hún hafi aðeins dalað um 37% frá því um seinustu helgi þegar hún tók inn rétt tæpar 115 milljónir dollara. Algengast er að stórmyndir af þessari gráðu… Lesa meira

Miami Vice – kvikmyndin!!?


Nei, nú er gjörsamlega nóg komið af því að gera gamla lélega sjónvarpsþætti að kvikmyndum. Botninum er náð þegar stórt nafn eins og leikstjórinn Michael Mann ( Ali , Heat ) ætlar að leikstýra nýrri kvikmynd gerðri eftir gömlu arfaslöppu sjónvarpsþáttunum um Miami Vice, sem skörtuðu smámenninu Don Johnson í…

Nei, nú er gjörsamlega nóg komið af því að gera gamla lélega sjónvarpsþætti að kvikmyndum. Botninum er náð þegar stórt nafn eins og leikstjórinn Michael Mann ( Ali , Heat ) ætlar að leikstýra nýrri kvikmynd gerðri eftir gömlu arfaslöppu sjónvarpsþáttunum um Miami Vice, sem skörtuðu smámenninu Don Johnson í… Lesa meira

XXX-2 strax árið 2004?


Hin væntanlega kvikmynd xXx, sem skartar vöðvabúntinu Vin Diesel í aðalhlutverki, virðist greinilega vera orðin sumarsmellur fyrirfram. Að minnsta kosti er búið að skrifa undir samning við leikstjórann Rob Cohen og Diesel um að leika í framhaldinu og á það að koma í bíó sumarið 2004. Þeir hafa áður unnið…

Hin væntanlega kvikmynd xXx, sem skartar vöðvabúntinu Vin Diesel í aðalhlutverki, virðist greinilega vera orðin sumarsmellur fyrirfram. Að minnsta kosti er búið að skrifa undir samning við leikstjórann Rob Cohen og Diesel um að leika í framhaldinu og á það að koma í bíó sumarið 2004. Þeir hafa áður unnið… Lesa meira

Jamie Foxx sem Ray Charles


Leikarinn skemmtilegi, Jamie Foxx ( Any Given Sunday ) mun líklega leika söngvarann fræga, Ray Charles, í væntanlegri kvikmynd um ævi kappans. Foxx, sem sumir hafa haldið fram að hefði átt að fá óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í Ali, hefur lýst yfir áhuga sínum á þessu hlutverki og telja margir…

Leikarinn skemmtilegi, Jamie Foxx ( Any Given Sunday ) mun líklega leika söngvarann fræga, Ray Charles, í væntanlegri kvikmynd um ævi kappans. Foxx, sem sumir hafa haldið fram að hefði átt að fá óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í Ali, hefur lýst yfir áhuga sínum á þessu hlutverki og telja margir… Lesa meira

Nýr vefur hjá Borgarbíó


Nýr glæsilegur vefur fyrir Borgarbíó á Akureyri er kominn í loftið. Kíkið endilega á hann: www.borgarbio.is.

Nýr glæsilegur vefur fyrir Borgarbíó á Akureyri er kominn í loftið. Kíkið endilega á hann: www.borgarbio.is. Lesa meira

Spiderman setur aðsóknarmet


Hin nýja og velheppnaða kvikmynd um Spider-Man var frumsýnd í Bandaríkjunum seinasta föstudag, maí hinn þriðja. Hún setti nýtt aðsóknarmet yfir helgina, og tók inn 114.8 milljónir dollara frá föstudegi til sunnudags. Gamla metið átti Harry Potter and the Philosopher’s Stone, en hún tók inn 90.3 þegar hún var frumsýnd…

Hin nýja og velheppnaða kvikmynd um Spider-Man var frumsýnd í Bandaríkjunum seinasta föstudag, maí hinn þriðja. Hún setti nýtt aðsóknarmet yfir helgina, og tók inn 114.8 milljónir dollara frá föstudegi til sunnudags. Gamla metið átti Harry Potter and the Philosopher's Stone, en hún tók inn 90.3 þegar hún var frumsýnd… Lesa meira

Gullmolar


Myndasögugoðið Stan Lee, sem ábyrgur er fyrir sköpun m.a. Hulk og Spider-Man, er búinn að skrifa undir samning við MGM og Cheyenne Productions sem er framleiðslufyrirtæki Bruce Willis, um gerð að minnsta kosti þriggja verkefna fyrir Pow Productions en það er framleiðslufyrirtæki Stan Lee sjálfs. Þau eru: The Femizons, The…

Myndasögugoðið Stan Lee, sem ábyrgur er fyrir sköpun m.a. Hulk og Spider-Man, er búinn að skrifa undir samning við MGM og Cheyenne Productions sem er framleiðslufyrirtæki Bruce Willis, um gerð að minnsta kosti þriggja verkefna fyrir Pow Productions en það er framleiðslufyrirtæki Stan Lee sjálfs. Þau eru: The Femizons, The… Lesa meira

Myndir úr Star Wars Ep. 2


Okkar menn hjá Skífunni bentu okkur á nokkrar myndir úr og í tengslum við Star Wars: Attack of the Clones. Hægt er að smella á hverja mynd til að fá stærri útgáfu.

Okkar menn hjá Skífunni bentu okkur á nokkrar myndir úr og í tengslum við Star Wars: Attack of the Clones. Hægt er að smella á hverja mynd til að fá stærri útgáfu. Lesa meira

Blóðsugan Beckinsale


Kate Beckinsale ( Pearl Harbor ) er að fara að leika í kvikmyndinni Underworld sem nýliðinn Len Wiseman leikstýrir. Fjallar hún um blóðsuguna Selene, sem vingast við varúlf einn og verða þau ástfangin. Þetta er afar forboðin ást sem báðir ættbálkarnir fordæma, því eins og allir vita þá eru varúlfar…

Kate Beckinsale ( Pearl Harbor ) er að fara að leika í kvikmyndinni Underworld sem nýliðinn Len Wiseman leikstýrir. Fjallar hún um blóðsuguna Selene, sem vingast við varúlf einn og verða þau ástfangin. Þetta er afar forboðin ást sem báðir ættbálkarnir fordæma, því eins og allir vita þá eru varúlfar… Lesa meira

Burton leikstýrir Stórum Fiski


Leikstjórinn Tim Burton ( Planet of the Apes ) mun næst taka að sér að leikstýra kvikmyndinni Big Fish. Er hún afturhvarf til örlítið persónulegri mynda en Burton er búinn að vera að fást við nýlega, en hann hefur undanfarið aðallega verið í stórum stúdíómyndum. Big Fish fjallar um mann…

Leikstjórinn Tim Burton ( Planet of the Apes ) mun næst taka að sér að leikstýra kvikmyndinni Big Fish. Er hún afturhvarf til örlítið persónulegri mynda en Burton er búinn að vera að fást við nýlega, en hann hefur undanfarið aðallega verið í stórum stúdíómyndum. Big Fish fjallar um mann… Lesa meira

Allir komnir í mál út af Constantine


Málaferli eru hafin á báða bóga eftir að leikstjóri myndarinnar, Tarsem Singh ( The Cell ) gekk út. Warner Bros. kvikmyndaverið er komið í mál við hann fyrir að hafa svikið undirritaða samninga, og Tarsem er kominn í mál við Warner Bros. fyrir að hafa svikið gefin loforð um listrænt…

Málaferli eru hafin á báða bóga eftir að leikstjóri myndarinnar, Tarsem Singh ( The Cell ) gekk út. Warner Bros. kvikmyndaverið er komið í mál við hann fyrir að hafa svikið undirritaða samninga, og Tarsem er kominn í mál við Warner Bros. fyrir að hafa svikið gefin loforð um listrænt… Lesa meira

Enginn Vin Diesel í F&F-2


Universal kvikmyndaverið er búið að staðfesta að rumurinn Vin Diesel muni ekki snúa aftur til þess að leika í framhaldinu af kvikmyndinni The Fast and the Furious. Hann mun hafa beðið um 20 milljónir dollara, sem var mun meira en Universal var tilbúið til þess að reiða af hendi. Universal…

Universal kvikmyndaverið er búið að staðfesta að rumurinn Vin Diesel muni ekki snúa aftur til þess að leika í framhaldinu af kvikmyndinni The Fast and the Furious. Hann mun hafa beðið um 20 milljónir dollara, sem var mun meira en Universal var tilbúið til þess að reiða af hendi. Universal… Lesa meira

Robert Downey Jr. og Kate Hudson


Leikarinn og fíkillinn Robert Downey Jr. mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið á móti Kate Hudson í kvikmyndinni Alex And Emma sem Rob Reiner mun leikstýra. Fjallar hún um rithöfund einn að nafni Alex, sem einnig er fjárhættuspilari með enga stjórn á sér, sem á í erfiðleikum með að koma…

Leikarinn og fíkillinn Robert Downey Jr. mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið á móti Kate Hudson í kvikmyndinni Alex And Emma sem Rob Reiner mun leikstýra. Fjallar hún um rithöfund einn að nafni Alex, sem einnig er fjárhættuspilari með enga stjórn á sér, sem á í erfiðleikum með að koma… Lesa meira

Önnur endurgerð af mynd eftir Nakata?


Dreamworks kvikmyndaverið er að endurgera hina magnþrungnu og ólýsanlegu japönsku hryllingsmynd Ringu yfir í hina bandarísku The Ring, en hún verður frumsýnd vestra í haust. Ringu var gerð af Hideo Nakata, og nú ætlar Dreamworks að endurgera aðra mynd eftir hann. Heitir hún Kaosu sem útleggst á ensku sem Chaos.…

Dreamworks kvikmyndaverið er að endurgera hina magnþrungnu og ólýsanlegu japönsku hryllingsmynd Ringu yfir í hina bandarísku The Ring, en hún verður frumsýnd vestra í haust. Ringu var gerð af Hideo Nakata, og nú ætlar Dreamworks að endurgera aðra mynd eftir hann. Heitir hún Kaosu sem útleggst á ensku sem Chaos.… Lesa meira

Enginn Vin Diesel í F&F-2


Universal kvikmyndaverið er búið að staðfesta að rumurinn Vin Diesel muni ekki snúa aftur til þess að leika í framhaldinu af kvikmyndinni The Fast and the Furious. Hann mun hafa beðið um 20 milljónir dollara, sem var mun meira en Universal var tilbúið til þess að reiða af hendi. Universal…

Universal kvikmyndaverið er búið að staðfesta að rumurinn Vin Diesel muni ekki snúa aftur til þess að leika í framhaldinu af kvikmyndinni The Fast and the Furious. Hann mun hafa beðið um 20 milljónir dollara, sem var mun meira en Universal var tilbúið til þess að reiða af hendi. Universal… Lesa meira

Í Skóm Drekans frestað vegna lögbanns


Í dag var sett lögbann á íslensku kvikmyndina Í skóm drekans, en áætlað var að frumsýna hana 26. apríl. Eins og flestum er kunnugt fjallar þessi mynd um keppnina Ungfrú Ísland.is og hefur myndin verið mjög umdeild þar sem þátttakendur í keppninni halda því fram að þeir hafi ekki verið…

Í dag var sett lögbann á íslensku kvikmyndina Í skóm drekans, en áætlað var að frumsýna hana 26. apríl. Eins og flestum er kunnugt fjallar þessi mynd um keppnina Ungfrú Ísland.is og hefur myndin verið mjög umdeild þar sem þátttakendur í keppninni halda því fram að þeir hafi ekki verið… Lesa meira

Ný Punisher mynd


Myndasögurisinn Marvel og framleiðslufyrirtækið Artisan eru búin að gera með sér samning um að breyta að minnsta kosti 15 mismunandi ofurhetjum Marvels í annaðhvort kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Þeir eru nú komnir vel á leið, þar sem Spiderman mynd er komin, Daredevil og Hulk eru í framleiðslu og þá er næst…

Myndasögurisinn Marvel og framleiðslufyrirtækið Artisan eru búin að gera með sér samning um að breyta að minnsta kosti 15 mismunandi ofurhetjum Marvels í annaðhvort kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Þeir eru nú komnir vel á leið, þar sem Spiderman mynd er komin, Daredevil og Hulk eru í framleiðslu og þá er næst… Lesa meira

Hawaii 5-0


Í Bandaríkjunum voru í gangi sjónvarpsþættir sem hétu Hawaii Five-0. Þeir voru mjög vinsælir á sínum tíma og því var aðeins tímaspursmál hvenær einhver myndi vilja gera þá að kvikmynd. Nú hefur kvikmyndaverið Dreamworks keypt réttinn og hafa þeir fengið til liðs við sig handritshöfundinn Roger Towne ( The Natural…

Í Bandaríkjunum voru í gangi sjónvarpsþættir sem hétu Hawaii Five-0. Þeir voru mjög vinsælir á sínum tíma og því var aðeins tímaspursmál hvenær einhver myndi vilja gera þá að kvikmynd. Nú hefur kvikmyndaverið Dreamworks keypt réttinn og hafa þeir fengið til liðs við sig handritshöfundinn Roger Towne ( The Natural… Lesa meira

Nicholas Cage í nýrri mynd Ridley Scott?


Nicholas Cage er nú við það að skrifa undir samning þess efnis að hann taki að sér aðalhlutverkið í kvikmynd leikstjórans Ridley Scott sem nefnist Matchstick Men. Þá mynd ætlar Scott að gera áður en hann hefur vinnu á stórmynd sinni sem Russell Crowe ætlar að leika í og heitir…

Nicholas Cage er nú við það að skrifa undir samning þess efnis að hann taki að sér aðalhlutverkið í kvikmynd leikstjórans Ridley Scott sem nefnist Matchstick Men. Þá mynd ætlar Scott að gera áður en hann hefur vinnu á stórmynd sinni sem Russell Crowe ætlar að leika í og heitir… Lesa meira

Næst hjá Harrison Ford


Harrison Ford er að velta fyrir sér handritinu að kvikmyndinni A Walk Among The Tombstones. Framleiðendur myndarinnar vilja endilega að hann taki að sér aðalhlutverkið, en hann er ekki enn tilbúinn til þess að binda sig. Í myndinni myndi hann leika Matthew Scudder, fyllibyttu og fyrrverandi einkaspæjara sem hjálpar eiturlyfjabarón…

Harrison Ford er að velta fyrir sér handritinu að kvikmyndinni A Walk Among The Tombstones. Framleiðendur myndarinnar vilja endilega að hann taki að sér aðalhlutverkið, en hann er ekki enn tilbúinn til þess að binda sig. Í myndinni myndi hann leika Matthew Scudder, fyllibyttu og fyrrverandi einkaspæjara sem hjálpar eiturlyfjabarón… Lesa meira

Á döfinni hjá Pixar


Snillingarnir hjá Pixar/Disney, sem fært hafa okkur snilld eins og Toy Story , Toy Story 2 og A Bug’s Life eru með ýmislegt á döfinni hjá sér. Það kemur reyndar engin mynd út frá þeim á því herrans ári 2002, en árið 2003 þá kemur Finding Nemo. Henni er leikstýrt…

Snillingarnir hjá Pixar/Disney, sem fært hafa okkur snilld eins og Toy Story , Toy Story 2 og A Bug's Life eru með ýmislegt á döfinni hjá sér. Það kemur reyndar engin mynd út frá þeim á því herrans ári 2002, en árið 2003 þá kemur Finding Nemo. Henni er leikstýrt… Lesa meira

Favreau leikstýrir Farrell í nýrri mynd


Leikarinn/leikstjórinn skemmtilegi Jon Favreau ( Swingers ) mun leikstýra Will Farrell ( Jay and Silent Bob Strike Back ) í kvikmyndinni Elf, sem gerð er fyrir New Line Cinema. Farrell leikur fullorðinn mann sem býr á norðurpólnum og heldur að hann sé einn af álfum jólasveinsins eftir að hann lenti…

Leikarinn/leikstjórinn skemmtilegi Jon Favreau ( Swingers ) mun leikstýra Will Farrell ( Jay and Silent Bob Strike Back ) í kvikmyndinni Elf, sem gerð er fyrir New Line Cinema. Farrell leikur fullorðinn mann sem býr á norðurpólnum og heldur að hann sé einn af álfum jólasveinsins eftir að hann lenti… Lesa meira

Guillermo Del Toro fær loksins Hellboy


Leikstjórinn stórvaxni Guillermo Del Toro ( Blade II ) hefur barist fyrir því árum saman að fá að gera kvikmynd eftir myndasögunum um Hellboy eftir Mike Mignola. Eftir gott gengi Blade 2 hefur ósk hans loksins ræst. Hann hefur semsagt fengið grænt ljós á myndina, sem mun kosta dágóðan skilding.…

Leikstjórinn stórvaxni Guillermo Del Toro ( Blade II ) hefur barist fyrir því árum saman að fá að gera kvikmynd eftir myndasögunum um Hellboy eftir Mike Mignola. Eftir gott gengi Blade 2 hefur ósk hans loksins ræst. Hann hefur semsagt fengið grænt ljós á myndina, sem mun kosta dágóðan skilding.… Lesa meira

Súpermann lifir


Leikstjórinn McG ( Charlie’s Angels ) og handritshöfundurinn JJ Abrams (þekktastur fyrir Alias sjónvarpsþættina ) eru á fullu að vinna að því að koma nýrri Superman mynd upp á hvíta tjaldið. Það er búið að vera strembið ferli að ná myndinni í framleiðslu, og hafa ýmsir góðir menn komið að…

Leikstjórinn McG ( Charlie's Angels ) og handritshöfundurinn JJ Abrams (þekktastur fyrir Alias sjónvarpsþættina ) eru á fullu að vinna að því að koma nýrri Superman mynd upp á hvíta tjaldið. Það er búið að vera strembið ferli að ná myndinni í framleiðslu, og hafa ýmsir góðir menn komið að… Lesa meira