Bíótöfrar – nýtt íslenskt kvikmyndapartýspil komið í dreifingu

Eftir langan undirbúning, mikla hönnunarvinnu, prófanir og fínstillingu spurninga er Bíótöfrar – Skemmtilega kvikmyndapartýspilið loksins komið í dreifingu á Íslandi. Fyrstu eintökin hafa þegar verið send til þeirra sem pöntuðu í forsölu á biotofrar.is og verslanir fá sínar birgðir á næstu dögum.

Bíótöfrar er nýtt íslenskt spurninga- og partýspil sem sameinar kvikmyndir, poppkúltúr, kvikmyndatónlist og góða stemmningu. Spilið er hannað fyrir alla sem elska bíó ‒ hvort sem það eru harðir kvikmyndanördar eða fólk sem vill einfaldlega hafa gaman og giska á fyndnar og óvæntar staðreyndir.

Hvað er Bíótöfrar?

Bíótöfrar er fjölbreytt, skemmtilegt og vandað spurningaspil sem snýst um kvikmyndir og sjónvarpsþætti, kvikmyndagerð, tónlist, leikara, leikstjóra og fleira.

Í spilinu eru yfir 500 spurningar í fjórum flokkum:

Þrennan

Almennar spurningar með þremur svarmöguleikum.

Tengileikur

Pörunarleikur þar sem leikmenn tengja rétta leikara við réttar kvikmyndir.

Kvikmyndatónlist

Þekkir þú kvikmyndina út frá tónlistinni?

Gullkorn

Frægar setningar og taglines úr kvikmyndasögunni.

Auðvelt er að læra spilið og fylgir því skýr og góð reglubók. Bíótöfrar henta vel fyrir vinahópa, fjölskyldur, spilakvöld, jóla- og afmælisboð. Uppbyggingin gerir það skemmtilegt bæði fyrir kvikmyndanördana og þá sem eru að spila sér til gamans.

Hvernig varð spilið til?

Saga Bíótöfra hófst í raun mun fyrr en margir halda. Stuttu eftir að undirritaður stofnaði Facebook-hópinn Kvikmyndaáhugamenn árið 2011 fór ég að viðra hugmyndina að kvikmyndatengdu verkefni, einhverju sem gæti sameinað fólk í kringum ástríðuna fyrir bíó. Hugmyndin var óljós á þessum tíma, en fræið var komið í jörðina.

Árið 2022 hafði ég samband við Sambíóin með hugmynd um að stofna kvikmyndaklúbb í kringum hópinn. Úr því varð klúbburinn Bíótöfrar og í kjölfarið hófust sérstakar Bíótöfrasérsýningar í samstarfi við Sambíóin.

Hafsteinn Sæmundsson, stjórnandi hlaðvarpsins Bíóblaður, kom einnig að verkefninu og saman völdum við klassískar- og költmyndir til sýninga. Meðlimir í Kvikmyndaáhugamönnum tóku virkan þátt og kusu reglulega um hvaða myndir yrðu sýndar.

Meðal mynda sem voru valdar voru: Heat, The Thing, The Rock, Tropic Thunder, A Clockwork Orange og Deliverance.

Það seldist upp á Heat, Tropic Thunder og The Thing og stemningin á þessum kvöldum var ótrúlega lifandi. Þegar kom að því að velja nafn var Bíótöfrar ein hugmyndanna. Mér þótti það passa vel við stemninguna sem við vildum skapa og aðrir voru sammála. Nafnið var ákveðið áður fyrir fyrstu sýningu og festist fljótt sem nafn klúbbsins.

Á síðasta ári fór ég að vinna með Kvikmyndir.is við greinaskrif. Það ýtti enn frekar undir þá hugmynd sem hafði lengi verið í kollinum á mér: að búa til kvikmyndaspil.

Hugmyndin var einföld: að skapa skemmtilegt, fjölbreytt og vandað kvikmyndaspil og gera það eins vel og mögulegt er.

Kynningar og viðburðir yfir hátíðarnar

Bíótöfrar verður kynnt opinberlega í Sambíóunum í Kringlunni í desember. Þar geta gestir skoðað spilið, prófað það og keypt eintak beint af mér á staðnum. Hægt er að kynna sér jóladagatal Sambíóana hér.

Að auki birtast kynningar og nýjustu upplýsingar á Kvikmyndir.is og í Kvikmyndaáhugamönnum á Facebook. Á næstu mánuðum verða einnig haldin spilakvöld í Bíó Paradís og mögulega Bíótöfra pub-quiz viðburðir á nýju ári.

Hvar er hægt að kaupa spilið?

Bíótöfrar verður til að byrja með í sölu hjá:

Spilið er einnig hægt að fá beint frá framleiðanda, með möguleika á að sækja það í Reykjavík.

Bíótöfrar – skemmtilega kvikmyndapartýspilið

Hvort sem þú ert að leita að frábæru spili í jólaboðið, skemmtilegri gjöf eða kvöldskemmtun sem bæði fjölskyldur og vinahópar geta notið, þá eru Bíótöfrar frábær kostur.

Spilið er komið í dreifingu, forsölupantanir hafa verið afhentar og spennan er að magnast fyrir fyrstu opinberu viðburðina.

Bíótöfrar – skemmtilega kvikmyndapartýspilið
Gerir íslensk spilakvöld skemmtilegri.