Nú er nýjasta nýtt að stórsöngvarinn Fred Durst úr hljómsveitinni Limp Bizkit er að öllum líkindum að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd. Verður það ungmafíósamyndin Wanna-Be en hún fjallar um hvernig synir og dætur mafíósa fylgja í fótspor feðra sinna og gerast glæpónar en fylgja þó ekki heiðurs- og starfsreglum eldri kynslóðarinnar. David Fincher ( Fight Club , Seven ) mun líklega verða einn af framleiðendum myndarinnar en hann og Durst eru góðir félagar. Paul Walker ( The Fast and the Furious ) fær líklega allt að 2 milljónum dollara fyrir að leika aðalhlutverkið í myndinni ásamt Scott Caan ( The Fast and the Furious ).

