Frankenstein ofurhetja – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir myndina I, Frankenstein, sem er einhverskonar nútíma útgáfa af sögunni um Frankenstein. Titilhlutverkið, Adam Frankenstein, leikur Aaron Eckhart. Eins og sést í stiklunni þá er Frankenstein orðin nokkurskonar ofurhetja sem berst við forsögulegar vængjaðar myrkraverur sem geta breytt sér í menn, og veröldin er drungaleg og dimm.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er byggð á teiknimyndasögu Kevin Grevioux, en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar sem fjallar um það þegar Frankenstein blandast inn í stríð á milli tveggja ódauðlegra ættbálka í fornri borg.

aaron eckhart

Bill Nighy leikur djöflaprins og Yvonne Strahovski leikur vísindamann. Stuart Beattie leikstýrir.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 24. janúar nk.