Framleiðendur Fast & Furious taka ákvörðun

paul_walker_fast_furiousKvikmyndaverið Universal hefur tekið endanlega ákvörðum um persónu Paul Walker í sjöundu Fast and the Furious-myndinni.

Margar vangaveltur hafa verið á meðal handritshöfunda og framleiðandanna myndarinnar, eftir að Paul Walker lést af slysförum á síðasta ári.

Nú hafa framleiðendur komist að þeirri niðurstöðu að persónan sé hætt í bíla- og kappakstursbransanum og láti sig endanlega hverfa. Samkvæmt heimildarmanni The Hollywood Reporter, er sagt að nýjum senum verði bætt við til þess að koma því á framfæri að persóna Walkers sé hætt í bransanum.

Paul Walker lést þann 30. nóvember síðastliðinn, þegar Porche bifreið sem hann var farþegi í, lenti á ljósastaur í Valencia í Kaliforníu. Walker var 40 ára gamall.