Fortíðin bankar upp á – Fyrsta stikla úr Nocturnal Animals

Fyrsta stikla fyrir nýjustu mynd hins heimsfræga tískuhönnuðar og kvikmyndaleikstjóra Tom Ford, Nocturnal Animals, eða Nátthrafnar í lauslegri þýðingu, er komin út.

Um er að ræða aðra kvikmynd Ford í fullri lengd, en fyrri mynd hans er A Single Man frá árinu 2009.

Með aðalhlutverk fara Amy Adams, Jake Gyllenhaal, Michael Shannon, Aaron Taylor-Johnson, Isla Fisher, Karl Glusman, Armie Hammer, Laura Linney, Andrea Riseborough, og Michael Sheen.

gyllenhaal

Nocturnal Animals segir frá því þegar fortíðin bankar upp á hjá auðugum gallerista í Los Angeles, þegar hún fær í hendur skáldsagnahandrit frá fyrrum eiginmanni sínum.

Myndin fékk aðal dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum nú á dögunum.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

Nocturnal-Animals-3-620x919

 

Nocturnal Animals kemur í bíó hér á Íslandi 17. febrúar nk.