Ford hefur lítið álit á Han Solo

Það skiptir ekki máli í hvaða viðtal Harrison Ford mætir í því umræðan endar alltaf á Star Wars. Ford lék, eins og margir muna, persónuna Han Solo í upprunalegu myndunum og er það eitt frægasta hlutverk hans á ferlinum, ásamt Indiana Jones.

han-solo-blaster-2

Þrátt fyrir frægð persónunnar þá kann Ford ekkert svo vel við hana, því í viðtali við ABC News var hann spurður afhverju nýju myndirnar innihéldu ekki Han Solo.

„Mér finnst hann ekki áhugaverð persóna. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði hann dáið í síðustu myndinni, svona til þess að ljúka þessu. George Lucas vildi þó meina að það væri engin framtíð í dauðum Han Solo-leikföngum.“ sagði Ford, sem virðist hafa lítið álit á persónunni.

Ford hefur verið þögull eins og gröfin þegar það kemur að spurningum varðandi nýjustu myndina, en þessar fréttir virðast blása á þær kjaftasögur að hann snúi aftur í hlutverki sínu. Ford hefur þó meira álit á Indiana Jones, því fyrir stuttu sagði hann í viðtali að honum langaði til þess að leika hann á ný og sagði persónuna vera bæði hugrakka og gáfaða.