Flosi Ólafsson lést á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í bílslysi í vikunni. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV í dag. Flosi hefur leikið í fjölda íslenskra kvikmynda meðal annars Hrafninn flýgur, Veggfóður og núna síðast í Kurteist Fólk sem kemur út á næsta ári. Aðallega hafði hann samt leikstýrt fjölda leikrita, þátta og öðru efni fyrir sjónvarp, útvarp og leikhús. Flosi var 79 ára.

