Fleiri ódýr framhöld hjá Disney

Eftir góðar viðtökur Peter Pan 2: The Return To Neverland nú um helgina í Bandaríkjunum, hefur Disney ákveðið að fleiri ódýr framhöld að myndum þeirra muni fá að láta ljós sín skína í bíó. Meðal þeirra er Jungle Book 2 og Piglets Big Movie, sem báðar koma í bíó 2003. Þær áttu báðar upphaflega að koma út á myndbandi, en velgengni Toy Story 2 og Tumi Tígur, er Disney búið að sjá að meiri peninga er upp úr því að hafa að skella þeim bara í bíó. Til dæmis má nefna að Atlantis: The Lost Empire kostaði um 75 milljónir dollara, en Neverland kostaði um 11 milljónir. Þær koma líklega til með að hala svipað inn í bíó.