Flatliners leikari í nýju Flatliners

Einn af upprunlalegu leikurum spennutryllisins Flatliners frá árinu 1990, hefur verið ráðinn í endurgerð myndarinnar. Þar er um að ræða sjálfan 24 leikarann Kiefer Sutherland, en hann ásamt félögum sínum kannaði mörk lífs og dauða í upprunalegu myndinni. Flatliners ( bein lína ) vísar til þess þegar hjartalínurit verður flatt og persóna deyr.

kiefer sutherland

Aðalleikarar endurgerðarinnar verða m.a. Ellen Page, Diego Luna, Nina Dobrev, James Norton og Kiersey Clemens.

Ásamt Sutherland í gömlu myndinni léku stórleikarar eins og Julia Roberts, Kevin Bacon og William Baldwin, en þau léku læknanema sem gerðu tilraunir með að hverfa inn í annan heim með því að stöðva hjartslátt sinn tímabundið.

Afleiðingarnar verða þó óvæntar, og myrk fortíð nemanna læðist aftan að þeim.

Leikstjóri nýju myndarinnar er Niels Arden Oplev, og tökur hefjast á næstu dögum, samkvæmt frétt Empire kvikmyndaritsins.

Handritshöfundur er sá sami og gerði Source Code, Ben Ripley.

Frumsýning er áætluð á næsta ári.

Sjáðu stiklu úr gömlu myndinni hér fyrir neðan sem byrjar á setningunni: „Today is a good day to die“: