Universal hefur ákveðið að gera fjórðu American Pie-myndina
(þessar beint-á-DVD myndir eru venjulega ekki taldar með í seríunni)
með öllum sömu leikurum og voru í fyrstu tveimur myndunum.
Þessi fjórða mynd á að gerast 10 árum eftir fyrstu myndina og fjallar hún um bekkjarmót persónanna sem maður kynntist árið 1999.
Myndin er komin yfir það skeið að vera einungis hugmynd og framleiðendur eru m.a.s. búnir að finna leikstjóra í verkið. Þeir Jon Hurwitz og Hayden Schlossberg
hafa verið ráðnir í að skrifa handritið og leikstýra. Þetta eru sömu
mennirnir og gerðu Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay, og
þeir eru reyndar rétt í þessu að ljúka við handritið á þriðju myndinni:
A Very Harold & Kumar Christmas.
Hollywood Reporter náði stuttu viðtali við Seann William Scott
þegar hann var að kynna myndina Cop Out. Hann sagði þar að fjórða
bökumyndin væri klárlega á leiðinni og að ætlunin væri að ljúka þessu
með stæl. Við fáum samt ekkert að vita neitt almennilegt um söguþráðinn
ennþá og þar sem framleiðslan er á algjöru byrjunarstigi er ómögulegt
að segja til um hvenær hún líti dagsins ljós.

