Firth og Stone í næstu Woody Allen mynd

Colin Firth og Emma Stone hafa verið staðfest sem leikarar í næstu mynd Woody Allen sem byrjað verður að taka upp í suðuhluta Frakklands í sumar, samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Deadline.com.  Ekki fylgja með upplýsingar um heiti myndarinnar.

Allen er þekktur fyrir að senda frá sér eina mynd á hverju ári og nýjasta mynd hans Blue Jasmine verður frumsýnd 26. júní nk.

Firth mun leika aðalkarlhlutverkið í myndinni.

Kvikmyndatökumaður samkvæmt Deadline.com verður Darius Khondji, sá hinn sami og tók upp Allen myndirnar Midnight in Paris og To Rome with Love.

Þetta verður í annað skiptið sem Woody Allen tekur upp mynd í Frakklandi og áttunda myndin sem hann tekur upp í Evrópu. Fyrri myndir hans sem hann hefur tekið upp í Evrópu eru To Rome With Love ( Róm )  Midnight in Paris ( París ), You Will Meet a tall Dark Stranger ( London ) Vicky Cristina Barcelona ( Barcelona) Cassandra´s Dream ( London ), Scoop ( London ) og Match Point ( London )

Hér fyrir neðan er mynd af Cate Blanchett í myndinni Blue Jasmine.

 

Stikk: