Fincher endurgerir 'Strangers on a Train'

Leikstjórinn David Fincher hefur hafið undirbúning að endurgerð á hinni klassísku kvikmynd Strangers on a Train, en myndin var upprunalega leikstýrð af Alfred Hitchcock og kom út árið 1951.

The Hollywood Reporter greinir frá því að Ben Affleck muni fara með eitt aðalhlutverkið. Affleck fer einmitt með aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Finchers, Gone Girl, sem kom út á síðasta ári. Ekki nóg með það þá mun handritshöfundur Gone Girl, Gillian Flynn, endurskrifa handritið að myndinni sem ber vinnutitilinn „Strangers“.

75

Strangers on a Train fjallar um mann sem skipuleggur morð á föður sínum. Þegar hann hittir tennisleikara um borð í lest þátelur hann sig hafa fundið fullkominn félaga til að hjálpa sér að framkvæma verkið Áætlun hans er einföld. Tveir ókunnugir menn ákveða að drepa einhver fyrir hvorn annan, einhvern sem hinn þolir ekki og vill losa sig við.