Fimm mynda þáttur af Bíóbæ

Í þessum fimm mynda þætti af kvikmyndaþættinum Bíóbæ, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er rætt um nýju J-Lo myndina Shotgun Wedding. Þar er stiklan með hálfgerðri fléttu útaf fyrir sig!

Shotgun Wedding (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 44%
The Movie db einkunn6/10

Glæpamenn trufla brúðkaup sem par ætlar að halda á draumaáfangastaðnum. Á sama tíma og þau þurfa að bjarga fjölskyldunni úr bráðri hættu enduruppgötva þau afhverju þau urðu upphaflega ástfangin....

Árni Gestur.

Svo færum við okkur um set og ræðum írskan vinaslag í kvikmyndinni Banshees of Inisherin sem Gunnar Anton segir að hafi orðið hálf eyðilagður með hálf glataðri bíóferð Árna í Bandaríkjunum.

The Banshees of Inisherin (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 96%

Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér fyrir þá báða....

Níu óskarstilnefningar. Vann Golden Osella á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir besta handrit, Colin Farrell sem besti leikari á sömu hátíð og myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins. Tilnefnd til átta Golden Globe verðlauna og fékk þrenn.

Stolið búlgörsku þjóðlagi?

Einnig er rætt um myndina hans Carter Burwell; en hverju ætli hann hafi stolið núna? Kannski búlgörsku þjóðlagi?

Svo tekur við heiðarleg spennumynd með brytanum Gerald Butler í myndinni Plane. Hver hefði leikið þetta hlutverk árið 1997? Þarf hann að reka umboðsmanninn sinn? Er samt ekki allt í lagi að það komi svona heiðarlegar myndir út líka? Þurfa allar myndir að vinna Óskarinn?

Plane (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 79%

Flugmaðurinn Brodie Torrance bjargar farþegum sínum frá þrumuveðri með því að nauðlenda á eyju þar sem stríð geysar - og kemst þá að því að lendingin var aðeins upphafið að óförunum. Þegar flestir farþegarnir eru teknir til fanga af hættulegum uppreisnarmönnum þá er ...

Hryllingsmyndahorn

Þá er komið að hryllingsmyndahorninu og að þessu sinni eru það Speak No Evil og M3gan sem verða frumsýndar. Það er greinilega nóg um að vera í þessum stútfulla þætti.

M3GAN (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 93%

Vélmennasmiður hjá leikfangafyrirtæki smíðar dúkku sem lítur út eins og alvöru stúlka, sem smátt og smátt fer að lifa sínu eigin lífi....

Speak No Evil (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 84%

Hvað gerist þegar dönsk fjölskylda ákveður að taka óvæntu tilboði? Heimboði til heimalands vingjarnlegs fjölskyldufólks sem þau hitta í sumarfríi? ...

Á stuttlista fyrir kvikmyndir sem hljóta Óskartilnefningu sem besta erlenda kvikmyndin.