Þið sem skemmtuð ykkur vel yfir gamanmyndinni Daddy´s Home, með Mark Wahlberg og Will Ferrell, eigið von á nýjum skammti, því ákveðið hefur verið að búa til mynd númer tvö, og bæði Ferrell og Wahlberg hafa skrifað undir samning þar um.
Mynd númer eitt, sem fjallar um stjúpföður sem þarf að keppa við blóðföður barna sinna um athyglina, sló nokkuð óvænt í gegn og þénaði 250 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni.
Sean Anders og John Morris setjast aftur við handritsskriftir og Anders mun leikstýra.
Enn er óvíst með frumsýningardag eða aðra leikara, eins og Hannibal Buress, Linda Cardellini oig Thomas Haden Church sem léku í fyrri myndinni.
Daddy´s Home er tekjuhæsta mynd Ferrell utan Bandaríkjanna, samkvæmt Deadline.