Það höfðu einhverjir víst reynt að biðja Jon Favreau (Iron Man 1 og 2) um að leikstýra hinni væntanlegu Avengers-mynd, sem MARVEL framleiðir og mun m.a. sameina karaktera á borð við Captain America, Iron Man, Hulk og Thor.
Favreau sagði í viðtali við MTV að hann mun einungis meðframleiða myndina. Hann telur sig vera harðan Iron Man aðdáanda (augljóslega!) og viðurkennir að hann viti ekki nógu mikið um Hulk, Thor og Captain America til að treysta sig í það að leikstýra mynd um alla karakteranna. Sem framleiðandi mun hann þó hafa eitthvað að segja, t.d. varðandi allt Iron Man-tengt.
Favreau bætti því líka við að Edward Norton muni ekki leika Bruce Banner í myndinni, en sá orðrómur gekk um að Marvel hafi ekki borið nógu mikla virðingu fyrir síðustu Hulk-mynd (sem Norton meðskrifaði), og var hún klippt heilmikið niður svo hún myndi örugglega vera undir tveir tímar að lengd.
The Avengers á að koma út árið 2012 og er Zak Penn (Elektra, The Incredible Hulk) að vinna á fullu í handritinu.

