Favreau leikstýrir Iron Man 2

Um tíma voru uppi miklar vangaveltur um það hvort leikstjóri Iron Man, Jon Favreau, myndi snúa til baka til að gera Iron Man 2. Hann sagði meira að segja sjálfur að saminngaviðræður væru ekki að ganga og að hann hefði ekkert heyrt í Marvel varðandi framhaldið. Marvel neitaði að gefa út yfirlýsingu varðandi málið fyrir utan að segja að samningaviðræður stæðu yfir.

Nú er orðið ljóst að Favreau hefur skrifað undir samning sem segir að hann muni leikstýra Iron Man 2. Miðað við hversu miklar tafir samningaviðræðurnar ollu, sem og því að Robert Downey Jr. hefur tekið að sér hlutverk í mynd um Sherlock Holmes, þá má búast við því að upprunaleg útgáfudagsetning, maí 2010, sé óraunhæf.

Tengdar fréttir

11.6.2008    Vill Marvel ekki Favreau í Iron Man 2 ??


10.6.2008    Jon Favreau ósáttur við útgáfudagsetningu IM2