Kitla fyrir endurgerð hryllingsmyndarinnar The Evil Dead var sýnd á New York Comic Con fyrir stuttu. Snillingur í salnum tók kitluna upp á símann sinn og viti menn – The Evil Dead lítur ROSALEGA ÚT!
Eins og flestir vita er The Evil Dead endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1981 sem vakti gríðarlega lukku þegar hún kom út. Myndin fjallar um hóp unglinga sem fara í sumarbústað lengst inni í skógi og lenda í hinum ýmsu (blóðugu) ævintýrum. Enginn sagði að þetta þyrfti að vera flókið.
Við erum nú ekki vön að sýna svona bootleg klippur fyrir komandi myndir en við getum ekki haldið aftur af okkur í þetta skiptið. Að öllum líkindum munu framleiðendur gefa út HD útgáfu af kitlunni á næstu vikum. Tékkið á þessu hér fyrir neðan – EKKI fyrir viðkvæma!
The Evil Dead kemur á klakann 12.apríl á næsta ári.