Evans látinn – Lék í Terminator 2 og Star Trek

Terrence Evans, sem lék aukahlutverk í Terminator 2 og Texas Chainsaw Massacre er látinn, 81 árs gamall. terrence evans

Þessi tæplega tveggja metra hái leikari fór einnig með hlutverk í kvikmyndunum Pale Rider og Bigfoot the Movie.

Á  meðal sjónvarpsþátta sem hann lék í voru Húsið á sléttunni, The Golden Girls, Star Trek, ER, Las Vegas og Cold Case.